Sérverkefni

Sérverkefni í mámsteypu

  • Hlutir steyptir úr Grájárni
  • Hlutir steyptir úr Seigjárni
  • Yfirborðsmeðhöndlun

Málmsteypa Þorgríms sinnir margs konar verkefnum þar sem framleiðslan geta verið hlutir frá 1 kg og yfir 1 tonn. Magn getur verið frá einu stykki upp í nokkur þúsund. Frummót eru unnin úr tré, plasti eða áli eftir magni sem á að framleiða. Afgreiðslutími fyrir nýja hluti er breytilegur allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur. Þegar frummót er til þá er afgreiðslutími yfirleitt nokkrir dagar. Við getum jafnframt komið hlutum í frekari vinnslu s.s. borun, fræsun, málun, zinkhúðun o.fl. ef þess er óskað.

Að steypa hlut getur verið hagkvæmur kostur auk þess sem það gefur hönnun nýja vídd þar sem form hlutar getur verið mjög margbreytilegt. Hikið ekki að hafa samband ef þið eruð að hanna hlut sem þið viljið steypa úr grájárni eða seigjárni. Meðal sérverkefna má nefna ýmis verkefni fyrir stóriðju eins og Alcan, Íslenska Járnblendifélagið og Norðurál. Önnur fyrirtæki t.d. Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Landgræðsla Ríkisins, Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis og SR.

Heyrðu í okkur til að fá ráðgjöf og tilboð í sérverkefni

Flokkur: