Um Okkur

Gæði, áreiðanleiki og framúrskarandi þjónusta er stefna Málmsteypunnar.

Í yfir 70 ár höfum við þjónustað veitulausnir fyrir sveitarfélög, verktaka og fyrirtæki ásamt sérhæfðum og sérsmíðuðum vörum fyrir stóriðju o.fl.

Gæðaeftirlit

Öll framleiðsla Málmsteypa Þorgríms er efnagreind og uppfyllir kröfur skv. ISO stöðlum. Fyrirtækið hefur byggt upp gæðakerfi þar sem fullkomið efnagreiningartæki gegnir lykilhlutverki. Tækið efnagreinir 15 frumefni í málmbráð á nokkrum mínútum og geymir allar efnagreiningar. Sumar framleiðsluvörur eru með dagsmerkingum og með því móti má rekja framleiðsluna til gæðakerfisins.

Hægt er að prófa styrk bæði gagnvart tog- og þrýstiálagi. Hljóðbylgju- og hörkumælingar eru gerðar til að sannreyna efniseiginleika og gæði framleiðslunnar. Öll erlend efniskaup eru af fyrirtækjum sem uppfylla ISO 9001 gæðastaðal.

Umhverfismál

Málmsteypa Þorgríms Jónssonar fékk VSÓ Ráðgjöf til að gera mat á kolefnisspori verksmiðjunnar. Niðurstaða skýrslunnar sýnir að kolefnisspor MÞJ er 86 kg CO2íg/tonn af steyptu járni. Til samanburðar er losunarstuðullinn 6 sinnum hærri í Þýskum járnsteypum og tæp 1000kg CO2íg/tonn í Tyrklandi og Kína.
Þar ofan á bætist svo kolefnisspor vegna flutnings.

Málmsteypa Þorgríms Jónssonar bræðir járn sem annars yrði sent til útlanda í endurvinnslu, sem enn dregur úr kolefnisnotkun í heiminum.
Kolefnisspor flutnings af járni til endurvinnslu í Rotterdam (sem dæmi) er 65kg CO2íg/tonn.
Kolefnis spor flutnings frá Tyrklandi er tæp 800kg CO2íg/tonn sem þýðir að kolefnisspor af steyptu járni, komið til íslands frá Tyrklandi, er um 1800kg CO2íg/tonn.