Málmsteypa Þorgríms Jónssonar er elsta starfandi endurvinnslufyrirtæki á landinu.
Allt frá stofnun fyrirtækisins 1944 hefur uppistaða framleiðsluvara verið úr efni sem fellur til hérlendis. Við teljum þetta vera mikilvægan þátt í sjálfbærni Íslands og munum við áfram kappkosta að innlent hráefni fái nýtt hlutverk á umhverfisvænan máta. Í lagnaefnum höfum við lagt áherslu á endurvinnanleg efni, svo sem PE og PP sem viðurkennd eru td. við Svansvottun á byggingum.
Frá kaupum Alfa Framtak
- 2023 – Ný sandblástursvél og sand endurheimtuvél keypt ásamt sandkæli
- 2022 – Farið í endurskoðun á búnaði fyrirtækisins og nýr blandari til kjarnamótunnar keyptur
- 2022 – VSO fengið til að meta kolefnisfótspor framleiðslunnar
- 2021 – Jón Þór Þorgrímsson hættir störfum, síðasti fjölskyldumeðlimurinn síðan 1944
- 2019 – Málmsteypa Þorgríms Jónssonar seld til framtakssjóðsins Alfa Framtak ehf